Rangt að drengurinn sé fundinn

Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni …
Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni í Barcelona að því er afi hans segir.

Fréttir um að sjö ára drengur, sem er saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona, hafi fundist á lífi eru rangar. Lögreglan á Spáni segir að vitað sé um afdrif allra fórnarlamba árásarinnar og að leit að barni standi ekki yfir.

Dagblaðið El País greindi frá því í dag að Julian Alessandro Cadman væri kominn í leitirnar og dveldi á sjúkrahúsi. Lögreglan í Katalóníu hefur nú birt frétt um að þetta sé ekki rétt. Í færslu á Twitter skrifar lögreglan: Við erum hvorki að leita né höfum við fundið týnd barn eftir árásina í Barcelona. Vitað er um afdrif allra fórnarlambanna.“

Julian sem er bæði breskur og ástralskur ríkisborgari, varð viðskila við móður sína í öngþveitinu sem skapaðist í kjölfar árásarinnar á Römblunni á fimmtudag.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið opinberlega eftir að afi drengsins óskaði eftir upplýsingum um hann.

Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni …
Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni í Barcelona að því er afi hans segir. Ljósmynd/Facebook

May sagði í gær að bresk yfirvöld væru að grandskoða fréttir um að barns væri saknað eftir árásina. Hún sagði barnið hafa tvöfaldan ríkisborgararétt en nafngreindi það ekki.

Afi drengsins sagði að móðir hans hefði særst alvarlega í árásinni og að hún lægi á sjúkrahúsi. Afinn sem er búsettur í Ástralíu, fór til Spánar í gær. 

Í frétt Guardian um málið segir að drengurinn hafi áður búið ásamt móður sinni í Kent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert