Forsetafrúin fær friðhelgi

Robert og Grace Mugabe.
Robert og Grace Mugabe. AFP

Grace Muga­be, for­setafrú Simba­bve, hefur nú snúið aftur til heimalandsins eftir að hafa verið sökuð um að ráðast á unga fyrirsætu í Jóhannesarborg. Suðurafríska lögreglan hafði farið fram á að för forsetafrúarinnar frá landinu yrði stöðvuð á meðan málið væri til rannsóknar, en hún hefur nú fengið friðhelgi diplómata og er því frjáls ferða sinna.

Frétt mbl.is: Forsetafrúin sökuð um ofbeldi

Fyrirsætan, hin tvítuga Gabriella Engels, var á hóteli í Jóhannesarborg með sonum Mugabe þegar hún segir forsetafrúna hafa ráðist á sig. Segir hún Mugabe, sem er 52 ára, hafa verið vopnaða framlengingarsnúru og veitt sér með henni áverka á höfði.

Þá segir hún lífverði Mugabe hafa staðið hjá án þess að hafa komið sér til aðstoðar.

Gabriella Engels hlaut höfuðáverka.
Gabriella Engels hlaut höfuðáverka. AFP

Forsetafrúin sneri aftur til Harare í dag með forsetanum, hinum 93 ára gamla Robert Mugabe. Heimildarmaður sagði Reuters-fréttastofunni að henni hefði verið veitt friðhelgi diplómata. 

Mynd­ir sem birt­ar hafa verið á sam­fé­lags­miðlum sýna Eng­els með blæðandi höfuðáverka. For­setafrú­in á að hafa veitt henni áverk­ana á Capital 20 West-hót­el­inu í Sand­t­on-hverfi.

Þangað á Muga­be að hafa komið ásamt líf­vörðum sín­um og sakað Eng­les um að búa þar með son­um henn­ar tveim­ur, Robert og Cha­tunga, sem báðir eru um tví­tugt. 

Haft er eft­ir Eng­els að þau hafi verið í hót­el­her­berg­inu og syn­irn­ir hafi verið í næsta her­bergi þegar for­setafrú­in kom inn og fór að berja þau. Hún sé meðal ann­ars með áverka á enn­inu og tek­ur fram að hún sé fyr­ir­sæta sem hafi lífsviður­væri af út­liti sínu. 

Muga­be er 41 ári yngri en eig­inmaður henn­ar, Robert Muga­be, og eiga þau þrjú börn sam­an.

Frétt Sky fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert