Telja sig hafa fundið lík drengsins

Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni …
Julian Alessandro Cadman varð viðskila við móður sína í hryðjuverkaárásinni í Barcelona að því er afi hans segir.

Spænsk yfirvöld telja sig hafa fundið lík hins sjö ára gamla Ju­li­an Al­ess­andro Ca­dm­an, sem hefur verið saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona á fimmtudag. Enn á hins vegar eftir að bera formlega kennsl á líkið. Breski miðillinn Telegraph greinir frá þessu.

Dag­blaðið El País greindi frá því í gær að Ju­li­an væri kom­inn í leit­irn­ar og dveldi á sjúkra­húsi. Lög­regl­an í Katalón­íu gaf í kjölfarið út yfirlýsingu um að þetta væri ekki rétt. Í færslu á Twitter skrif­aði lög­regl­an: „Við erum hvorki að leita né höf­um við fundið týnt barn eft­ir árás­ina í Barcelona. Vitað er um af­drif allra fórn­ar­lambanna.“

Leit stendur því ekki yfir að barni, sem þykir renna stoðum undir það að lögregla hafi fundið lík drengsins. 

Færslu afans verið eytt

Ju­li­an sem er bæði bresk­ur og ástr­alsk­ur rík­is­borg­ari, varð viðskila við móður sína í öngþveit­inu sem skapaðist í kjöl­far árás­ar­inn­ar á Römblunni á fimmtu­dag. Fjórtán létust og yfir 130 særðust í árásinni.

Móðir drengsins særðist alvarlega í árásinni og liggur á sjúkrahúsi. Eiginmaður hennar og faðir drengsins flaug til Spánar frá Ástralíu í gær. Áður hafði afi drengsins komið til Spánar á föstudag.

Julian Alessandro Cadman.
Julian Alessandro Cadman. Ljósmynd/Facebook

Af­inn Tony Ca­dm­an deildi mynd af Ju­li­an á Face­book eftir árásina þar sem hann biðlaði til not­enda sam­fé­lags­miðla að láta vita ef það frétt­ist af barna­barni hans. Færslunni hefur nú verið eytt.

„Barna­barn mitt, Ju­li­an Al­ess­andro Ca­dm­an, er týnd­ur [...] Við höf­um fundið Jom tengda­dótt­ur mína á sjúkra­húsi og ástand henn­ar er al­var­legt en stöðugt,“ sagði í færslu Cadman, sem var deilt yfir 30 þúsund sinnum.

Bresk yf­ir­völd greindu einnig frá því að þau rannsökuðu fregn­ir af því að bresks barns væri saknað eft­ir hryðju­verka­árás­ina.

Spænsk yf­ir­völd hafa upp­lýst að alls hafi 130 manns slasast í árás­un­um í Barcelona og Cambrils og er ástand 17 þeirra talið al­var­legt. 13 lét­ust þegar flutn­inga­bíl var ekið á gang­andi veg­far­end­ur á Römblunni og ein kona lést á sjúkra­húsi, vegna þeirra sára sem hún hlaut er ekið var á sjö veg­far­end­ur í Cambrils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert