Neita að fjarlægja hakakrossinn

Fleischer segir eldri merkingu hakakrossins ekki skipta neinu í þessu …
Fleischer segir eldri merkingu hakakrossins ekki skipta neinu í þessu samhengi. Hann sé málaður í svarthvítu og í anda þriðja ríkisins. Skjáskot/Erase the Hate

Bæjaryfirvöld í kanadíska bænum Pointe-des-Cascades í Quebec  segjast ekki ætla að fjarlægja hakakross af akkeri í almenningsgarði í bænum vegna sögulegs mikilvægs hans.

Hakakrossinn er þekkt tákn nasisma og Corey Fleischer, stofnandi Erase the Hate sem fer um Montreal og fjarlægir hatursgraffítí, reyndi að mála yfir hakakrossana. Bæjarstjóri Pointe-des-Cascades stöðvaði hins vegar starf hans og lögregla var fengin til að vísa honum á brott úr garðinum.

Gilles Santerre, bæjarstjóri Pointe-des-Cascades, segir akkerið vera hluta af sögu bæjarins. Á akkerinu er skilti þar sem fram kemur að þetta sé minjagripur um nasismann og að það hafi verið notað í Evrópu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.  Það voru kafarar í bænum sem fundu akkerið árið 1980.

Það voru kafarar í Pointe-des-Cascades sem fundu akkerið í kringum …
Það voru kafarar í Pointe-des-Cascades sem fundu akkerið í kringum 1980. Skjáskot/Erase the Hate

Bæjarstjórinn segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að bærinn, þar sem um 1.500 manns búa, styðji ekki nasisma. Þá vísar hann í grein  Radio Canada þar sem fram kemur að hakakrossinn hafi verið friðartákn fyrir 1920, en il að forðast frekari misskilning þá muni bæjaryfirvöld hins vegar setja upp skilti sem útskýri veru akkerisins betur.

Fleischer segir eldri merkingu hakakrossins ekki skipta neinu í þessu samhengi. Hann sé málaður í svarthvítu og í anda þriðja ríkisins. „Kannski vissu bæjaryfirvöld þetta ekki,“ sagði Fleischer í samtali við BBC. „En ég veit nákvæmlega hvað þetta er. Það er ekkert kannski í því sambandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert