Kynþáttahatari tekinn af lífi

Mark Asay var tekinn af lífi í kvöld.
Mark Asay var tekinn af lífi í kvöld. AFP

Hvíti kynþáttahatarinn Mark Asay var tekinn af lífi í kvöld fyrir að hafa myrt tvo svarta menn vegna kynþáttar þeirra. Aftakan, sem fór fram klukkan tíu í kvöld, er sú fyrsta í Flórídaríki í 19 mánuði og sú fyrsta á Flórída þar sem hvítur maður er tekinn af lífi fyrir að myrða svartan.

Notuð var lyfjablanda við aftökuna sem ekki hefur áður verið notuð við aftöku í Bandaríkjunum.

Af­tök­unni var frestað fyrr á ár­inu vegna harðra deilna um dauðarefs­ing­ar og efa­semda um lyf­in sem notuð eru í Flórídaríki við af­tök­una.

Asay var, að sögn BBC, dæmdur sekur um morðin á þeim Robert Lee Booker og Robert McDowell  í Jacksonville sama kvöldið árið 1987.

Lyfja­fyr­ir­tækið John­son & John­son, sem fyrst fram­leiddi ró­andi lyfið sem notað er við af­tök­una, hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem notk­un­in er hörmuð. Lyfið hafi verið fundið upp og fram­leitt fyrst fyr­ir hálfri öld í þeim til­gangi að bjarga manns­líf­um og auka lífs­lík­ur – ekki til þess að taka fólk af lífi við af­tök­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert