Leita að fatnaði Kim Wall

Leitað að munum í tengdum Kim Wall.
Leitað að munum í tengdum Kim Wall. AFP

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar að fatnaði og skóm sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem og þeim líkamspörtum sem enn hafa ekki fundist. Móðir hennar tjáir sig um málið á Facebook og þá sorg sem foreldrar og systkini glíma við.

Aflimað lík Wall fannst á mánudag en ekki hefur tekist að finna höfuð hennar, fætur og hendur. Jafnframt leitar lögregla appelsínugulrar blússu, pils með svörtu og hvítu blómamynstri og skóparsins sem hún var í er hún hvarf 10. ágúst. Jens Møller, sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir þetta við Politiken í morgun.

Kafarar og lögreglan leitar líkamshlutanna suður af Amager en mestur þungi leitarinnar er á Køge-flóa, segir Møller. Hann biðlar til hjólreiðafólks, hlaupara og fólks sem er á göngu meðfram strandlengjunni að aðstoða við leitina og láta lögreglu vita verði það vart við eitthvað sem gæti tilheyrt Wall.

AFP

Ingrid Wall lýsir því á Facebook hvernig fjölskyldan er buguð af sorg vegna andláts Kim. Hún segir að ekki sé komin heildarmynd á hvað gerðist og að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 

Móðirin lýsir því hvernig dóttir hennar hafi ferðast um heiminn til þess að vera málsvari þeirra sem minna mega sín. Því hafi hún skrifað sögur fólks sem varð að koma á framfæri við heiminn.

Nefnir hún þar eftirmál jarðskjálftans á Haítí, pyntingaklefa Idi Amin í Úganda og námasvæði í Srí Lanka. Hún gaf þeim sem eru veikburða og minna mega sín rödd - rödd sem hafði verið þörf á að heyrðist í langan tíma. Nú mun þessi rödd ekki heyrast framar.

Frétt Dagens Nyheter

Frétt Politiken

Kim Wall.
Kim Wall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert