Meta næstu skref á fundinum

AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur nú saman til aukafundar í New York í kjölfar þess að stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu eldflaug yfir Japan í gær. Fulltrúar nokkurra ríkja sögðu fyrir upphaf fundarins að til stæði að meta næstu skref á fundinum.

Koro Bessho, sendiherra Japana hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði fyrir fundinn að stjórnvöld í Japan þyrftu að setja meiri þrýsting á Norður-Kóreu, en það væri meðal þess sem rætt yrði á fundinum.

Koro Bessho, sendiherra Japana hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrir fundinn.
Koro Bessho, sendiherra Japana hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrir fundinn. AFP

Þá sagði Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum, að „eitt­hvað al­var­legt þyrfti að ger­ast“. „Þetta er óá­sætt­an­legt. Þeir hafa brotið sér­hverja álykt­un Örygg­is­ráðsins sem við höf­um samþykkt, þannig að ég tel að eitt­hvað al­var­legt þurfi að ger­ast núna,“ sagði Haley í dag.

Þá sagði Matthew Rycroft, sendi­herra Breta hjá Sam­einuðu þjóðunum, að ráðið þyrfti að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu.

Matthew Rycroft, sendi­herra Breta hjá Sam­einuðu þjóðunum, sagði að ráðið …
Matthew Rycroft, sendi­herra Breta hjá Sam­einuðu þjóðunum, sagði að ráðið þyrfti að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. AFP

Áður hafði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti varað við því að „all­ir val­kost­ir“ væru uppi á borðum. Um­mæli for­set­ans þykja gefa til kynna að yf­ir­völd vest­an­hafs hafi ekki úti­lokað að grípa til hernaðaraðgerða.

Í yfirlýsingu sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér í dag segir að flugskeytið hafi verið meðaldrægt. Það hafi ekki ógnað Bandaríkjunum og hafi ekki afl til að ná til eyjarinnar Guam í Kyrrahafinu.

Nýj­asta út­spil Norður-Kóreumanna hef­ur verið gagn­rýnt út um all­an heim en Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­an, sagði um að ræða for­dæma­lausa og al­var­lega ógn­un. 

Eld­flauga­skotið er til marks um enn frek­ari stig­mögn­un deiln­anna milli Norður-Kór­eu og alþjóðasam­fé­lags­ins um kjarn­orku­áætlun fyrr­nefnda. Norðurkór­esk stjórn­völd hafa rétt­lætt til­rauna­skotið sem ákveðið viðbragð við „ögr­un“ af hálfu Banda­ríkja­manna, sem hafa ít­rekað kallað eft­ir því að aðilar setj­ist aft­ur að samn­inga­borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert