Látin kona fékk ellilífeyri í 20 ár

Getty images

Ellilífeyrir bandarískrar konu var lagður inn á reikning hennar í tæplega tuttugu ár eftir andlát hennar þar sem borgaryfirvöld höfðu ekki hugmynd um að hún væri látin fyrr en í júní í fyrra.

Konan fór að fá makalífeyrir við fráfall eiginmanns síns í júní 1974. Hún lést hins vegar sjálf í nóvember 1997 en yfirvöld í hafnarborginni Wilmington í Norður-Karólínu fengu aldrei tilkynningu um andlátið þannig að aðra hverju viku voru lagðir 150 Bandaríkjadalir inn á reikning hennar sjálfvirkt. Þegar mistökin komu í ljós var fjárhæðin inni á reikningnum 72.966,60 dalir, sem jafngildir rúmum 7,6 milljónum króna. 

Miðað við að hún hafi byrjað að fá greiddan lífeyri þegar hún var 65 ára gömul þá var hún 88 ára árið 1997 er hún lést. Hún hefði því verið orðin 107 ára gömul árið 2016.

Frétt USAToday

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert