Vilja einangra Norður-Kóreu

Íbúar höfuðborgar Norður Kóreu, Pyongyang, fylgjast með sjónvarpsútsendingu þar sem …
Íbúar höfuðborgar Norður Kóreu, Pyongyang, fylgjast með sjónvarpsútsendingu þar sem greint er frá kjarnorkutilraununum í nótt. Sagði sjónvarpsþulur að tilraunin hafi heppnast vel. AFP

Bandaríkin skoða nú hertari efnahagsþvinganir gegn Norður-Kóreu eftir kjarnorkuvopnatilraunir ríkisins í nótt. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að þvinganirnar ættu að einangra Norður-Kóreu efnahagslega.

Sagði Mnuchin að unnið væri að slíkri reglugerð hjá ráðuneytinu og að hún yrði send til forsetans til skoðunar, en að hugmyndin væri að hver sá sem myndi eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu myndi vera meinað að eiga viðskipti við Bandaríkin. Sagði hann einnig að Bandaríkin myndu vinna með bandamönnum sínum sem og Kína til að vinna að þessu máli.

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna vill einangra Norður-Kóreu efnahagslega.
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna vill einangra Norður-Kóreu efnahagslega. AFP

Í Evrópu huga menn einnig að því að herða efnahagsþvinganir gegn Norður-Kóreu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sammældust um það á símafundi að Norður-Kórea hefði brotið gegn alþjóðalögum og að alþjóðasamfélagið þyrfti að bregðast við. Telja þau bæði að Evrópusambandið eigi að herða þvinganir sínar gegn ríkinu.

Macron ræddi einnig við Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, og voru þeir samstiga um að aðgerða væri þörf gegn Norður-Kóreu.

Angela Merkel ræddi við forseta Frakklands á símafundi í dag …
Angela Merkel ræddi við forseta Frakklands á símafundi í dag og voru þau sammála um að grípa þyrfti til frekari aðgerða gegn Norður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert