Maduro mætir á mannréttindaþing SÞ

Nicolas Maduro forseti Venesúela.
Nicolas Maduro forseti Venesúela. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, mætir fyrir mannréttindaþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku sem fer fram í Genf í Sviss. Maduro hefur verið sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu. Ekki er reiknað með að virk skoðanaskipti munu fara fram þegar hann tjáir sig, að sögn talsmanns SÞ. 

Alþjóðasamfélagið hefur sakað forsetann um að styrkja einræði í landinu með því að nýta stofnanir í eigin þágu svo hann geti setið lengur á valdastóli. Ólga og óeirðir hafa ríkt í landinu undanfarið þar sem átök eru tíð milli stjórnarhers og almennings sem mótmælir harðlega stjórnarháttum Maduro. Mikil efnahagslægð er í landinu bæði matur og lyf eru af skornum skammti.  

Lýðræðið í landinu „rétt tórir“. Þetta sagði Zeid Ra'ad Al Hussein, mann­rétt­inda­stjóri SÞ, í síðustu viku. Maduro mætti síðast á mannréttindaþing SÞ í nóvember árið 2015. Þar gagnrýndu hægrisinnaðir aðgerðasinnar hann harðlega þegar skoðanaskipti fóru fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert