500 evra seðlar stífla salerni í Sviss

500 evra seðlar í tugþúsundatali fundust í klósettlögnum í Sviss.
500 evra seðlar í tugþúsundatali fundust í klósettlögnum í Sviss.

Svissneskir saksóknarar rannsaka nú hvers vegna 500 evra seðlum í tugþúsundatali var sturtað niður í salerni í borginni Genf. BBC greinir frá.

Seðlarnir fundust þegar klósettlagnir í útibúi UBS banka og þremur veitingastöðum í nágrenninu voru opnaðar, en þúsundum franka hefur verið eytt í pípulagningaþjónustu til þess að losa stíflurnar sem seðlarnir mynduðu.

Evrópski seðlabankinn hættir framleiðslu 500 evra seðlanna á næsta ári, en einn slíkur samsvarar tæplega 64.000 íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, vegna áhyggja af ólöglegri starfsemi. Notkun seðlanna eftir þann tíma verður þó leyfileg.

Eyðilegging seðlanna er ekki talin brotleg í Sviss en þarlendir saksóknarar hafa þó staðfest að þeir séu að skoða þetta óvenjulega mál til þess að athuga hvort glæpur hafi verið framinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert