Kveiktu í heimilislausum manni í bílastæðahúsi

Atburðurinn átti sér stað í bílastæðahúsi í Tunbridge Wells.
Atburðurinn átti sér stað í bílastæðahúsi í Tunbridge Wells.

Réttarhöld fara nú fram í Bretlandi yfir tveimur mönnum sem kveiktu í heimilislausum manni þar sem hann svaf í svefnpoka í bílastæðahúsi í bænum Tunbridge Wells í mars á þess ári.

Maðurinn, Giles Metcalfe, lést af völdum brunasára og reykeitrunar og eru þeir Dean Malcolm Lewis og James Marshall-Gunn ákærðir fyrir að hafa hellt yfir hann kveikilegi og kveikt í.

Metcalfe var heimilislaus, en var á biðlista eftir húsnæði. Hann hafði komið sér fyrir í bíl sínum í bílastæðahúsinu og sendi fyrrverandi eiginkonu sinni textaskilaboð um að hann væri að fara að sofa og allt væri í góðu.  

Þa var svo um hálfþrjúleytið um nóttina sem slökkviliðinu á staðnum var tilkynnt um eldsvoða. Þar fundi þeir illa brunnið lík Metcalfes á gólfi bílastæðahússins og brúsa af grillolíu skammt frá.

Höfðu þeir Lewis og Marshall-Gunn rekist  á Metcalfe í Sainsbury's matvöruversluninni fyrr um kvöldið. Skömmu fyrir miðnætti voru þeir svo staddir í bílastæðahúsinu ásamt tveimur konum og var önnur þeirra, Vivien Martin, kærasta Lewis. Er Lewis sagður hafa verið ósáttur við það að Metcalfe legði til að hún kæmi til sín í svefnpoka sinn.

Fjórmenningarnir sjást á eftirlitsmyndavélum yfirgefa bílastæðahúsið, en þeir Marshall-Gunn og Lewis sjást svo snúa aftur þangað um tvöleytið um nóttina og yfirgefa svo svæðið aftur nokkrum mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert