Segja frá morðum og nauðgunum

Rohingya-múslimar freista þess að finna skjól frá ringingunni í Balukhali-flóttamannabúðunum …
Rohingya-múslimar freista þess að finna skjól frá ringingunni í Balukhali-flóttamannabúðunum nærri bænum Gumdhum í Bangladess. AFP

„Þeir brenndu dóttur mína lifandi. Þegar við snerum aftur í húsið sá ég ekkert nema svartar leifar af höfuðkúpu hennar. Mér finnst ég ömurleg móðir; ég bjargaði mínu lífi en ekki lífi dóttur minnar.“

Þetta segir Rohima Kadu, 50 ára, en hún er meðal þeirra hundraða þúsunda rohingya-múslima sem hafa neyðst til að flýja heimili sín í Rakine í Búrma. CNN hefur safnað frásögnum tólf einstaklinga, sem segja frá nauðgunum, íkveikjum og morðum. 

„Ég var hamingjusöm í Búrma; ég átti sex börn og fjölskyldan mín upplifði ekki erfiðleika eða neyð. Eiginmaður minn lést fyrir nokkrum árum en synir mínir unnu sem verkamenn og studdu mig vel,“ segir Kadu.

„Síðan kom herinn og hóf að brenna húsin okkar. Ég bjó með elstu dóttur minni sem þjáðist af malaríu á þeim tíma. Hún var of veikburða til að flýja húsið. Ég varð að taka ákvörðun þannig að ég greip barnabörnin mín og flúði í nálægan skóginn.“

Kadu lýsir þeim hryllingi að koma að líkamsleifum dóttur sinnar og sektarkenndinni sem greip hana. Hún flúði til Bangladess með barnabörnin sín þrjú.

„Ferðalagið til Bangladess var erfitt, sérstaklega með þrjú ung börn. Vegurinn var aurugur og við þurftum að ganga í gegnum þéttan skóg og frumskóg. En við komumst af, þökk sé guði.

Lífið hér er erfitt þar sem ég ber ábyrgð á barnabörnum mínum þremur en það er engan mat að finna þannig að ég get ekki fætt þau. Eitt af þeim er veikt en ég veit ekki hvert ég get leitað.“

Frásögn Kadu er að finna á heimasíðu CNN.

Ástandið í búðunum er skelfilegt.
Ástandið í búðunum er skelfilegt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert