Bandaríkin senda 3.000 hermenn til Afganistans

Bandarískur hermaður í Afganistan
Bandarískur hermaður í Afganistan AFP

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að yfir þrjú þúsund bandarískir hermenn komi til með að fara til Afganistans. Þetta er liður í nýrri áætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til að vinna stríðið sem dregist hefur í næstum 16 ár. Heildarfjöldi bandarískra hermanna í landinu verður þá um 14 þúsund. 

Fyrr í dag birti öldungadeildarþingmaðurinn David Perdue grein þar sem fram kom að 3.500 hermenn færu til Afganistans, en að sögn varnarmálaráðherrans verða hermennirnir rúmlega þrjú þúsund. 

Öldungadeildarþingmaðurinn, sem fór til Afganistans í júlí, hrósaði Donald Trump í grein sinni sem foringja sem hlustar á stjórnendur hersins og hefur skilning á þörfinni fyrir betri og gáfurlegri nálgun á stríðið í Afganistan. 

Donald Trump tilkynnti nýja hernaðaráætlun sína seint í ágúst og hét fljótri og kröftugri refsingu gagnvart hryðjuverkamönnum sem leitað hafa skjóls í Afganistan. 

Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert