21 barn lést þegar skóli hrundi

Að minnsta kosti 21 barn lést þegar grunnskóli hrundi í höfuðborg Mexíkó í jarðskjálftanum í gær. Alls hafa 248 fundist látnir eftir jarðaskjálftann, þar af 117 í höfuðborginni, segir innanríkisráðherra landsins, Miguel Osorio Chong.

Ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti Mexíkó, Javier Trevino, segir að 25 hafi fundist látnir í rústum skólans, 21 barn og fjórir fullorðnir. 30 barna er enn saknað úr skólanum auk átta fullorðinna.

Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og símalínur eru óvirkar. Yfirvöld hafa beðið fólk upp að reykja ekki á götum úti þar sem óttast er að gasleiðslur hafi laskast í jarðskjálftanum sem mældist 7,1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert