Tveir látnir og tveggja saknað

Fellibylurinn Maria nálgast bandarísku Jómfrúareyjar hratt og varar bandaríska fellibyljamiðstöðin við hugsanlegum hörmungum. Þegar eru tveir látnir af völdum Mariu á eyjum í Karíbahafi.

Strandlengja Martinique eftir að Maria fór þar um.
Strandlengja Martinique eftir að Maria fór þar um. AFP

Vindhraði Mariu mælist nú 72 metrar á sekúndu eða 255 km á klukkustund og er hún á hraðferð til Púertó Ríkó.

Fellibyljamiðstöðin hvetur fólk til þess að ljúka undirbúningi fyrir komu óveðursins þar sem hætta sé á mannskaða á sama tíma og bætir í vind og úrkomu. Auga stormsins, sem er fimmta stigs fellibylur, stefnir á St Croix, sem er ein af bandarísku Jómfrúareyjunum.

Frá Martinique.
Frá Martinique. AFP

Íbúi á eyjunni  sem AFP fréttastofan ræddi við, Coral Megahy, segir að þegar sé orðið gríðarlega hvasst þar og þau heyri hvernig fjúkandi brak bylur á gluggahlerunum sem eru úr áli.

Mjög er farið að hvessa á Púertó Ríkó.
Mjög er farið að hvessa á Púertó Ríkó. AFP

Á St John eyju hafa eyjaskeggjar lýst því hvernig trén sveiflist til og frá og þar rigni lárétt. Miklar skemmdir urðu á eyjum austarlega í Karíbahafi en á eyjunni Guadeloupe létust tveir og tveggja er saknað.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert