Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum

Forsætisráðherrann tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag.
Forsætisráðherrann tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag. AFP

Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin í Írlandi í næsta sumar þar sem kosið verður um hvort afnema eigi ákvæði í stjórnarskrá sem bannar konum að fara í fóstureyðingu, nema í undantekningatilfellum þar sem líf móður er í hættu.

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti þetta í dag. AFP-fréttastofan greinir frá. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í maí eða júní á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert