Ekki blanda Bolt í þessa deilu

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Jamaískir aðdáendur spretthlauparans Usain Bolt eru ekki ánægðir með tilraun Donald Trump Bandaríkjaforseta til að draga Bolt inn í deilu forsetans við NFL-leikmenn.

Fjöldi leikmanna í NFL-deildinni kraup um helgina þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn en það er gert til að vekja máls á þeirri mis­mun­un sem viðgengst gagn­vart svört­um og öðru lituðu fólki í Banda­ríkj­un­um. Segja má að alda mót­mæla hafi náð nýj­um hæðum þegar Trump hóf að tjá sig um málið fyrir helgi.

„Ekki blanda aðalmanninum í þessa deilu,“ skrifaði notandi sem kallar sig JamaicaOlympics á Twitter.

Trump deildi myndskeiði af Bolt á Twitter frá árinu 2012. Þar sést Bolt yfirgefa viðtal til að geta staðið í þögn þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn.

„Jafnvel Jamaíkamaðurinn Usain Bolt, einn af bestu hlaupurum og íþróttamönnum sögunnar, sýnir þjóðsöng okkar VIRÐINGU,“ skrifaði Trump á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert