Birgitta við kjörstað í Barcelona

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, er í hópi þeirra mótmælenda sem safnast hafa saman fyrir utan kjörstaði í Barcelona og deilir færslu um málið á Twitter.

Spænska lög­reglan hefur nú í morgun lagt hald á kjör­kassa í Barcelona að því er spænska inn­an­rík­is­ráðuneytið greindi frá á Twitter og birti mynd af kjör­köss­um.

Hópar fólks hafa safnast saman fyrir utan kjörstaði víða í Katalóníu en sjálfstæðissinnar í héraðinu standa fyrir kosningum í dag um sjálfstæði Katalóníu. Spænska óeirðalögreglan hefur lokað af kjörstað í bænum Girona þar sem leiðtogi aðskilnaðarsinna átti að kjósa  og að sögn AFP-fréttastofunnar kom til einhverra átaka er lögregla kom á staðinn.

Stjórn­laga­dóm­stóll Spán­ar hef­ur dæmt kosn­ing­una ólög­lega og stjórn­völd í Madrid hafa heitið því að koma í veg fyr­ir kosn­ing­una.

Spænska stjórn­in sendi þúsund­ir lög­reglu­manna til Barcelona til að koma í veg fyr­ir at­kvæðagreiðsluna og í gær lokaði lög­regl­an 1.300 af 2.315 skól­um í Katalón­íu á Spáni sem nota átti sem kjörstaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert