ESB fordæmir ofbeldi í Katalóníu

Kosið var um sjálfstæði Katalóníu í gær.
Kosið var um sjálfstæði Katalóníu í gær. AFP

„Ofbeldi má aldrei beita í stjórnmálum,“ segir í yfirlýsingu Margaritis Schinas, talsmanni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stjórnin hefur fordæmt allt ofbeldi sem beitt hefur verið í kjölfar átaka sem brutust úr þegar Katalónar kusu um sjálfstæði héraðsins í gær.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur kosninguna vera ólöglega. 

Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar eru spænsk yfirvöld og yfirvöld í Katalóníu hvött til að hefja viðræður sem allra fyrst til að taka á þeim ágreiningi sem kosningarnar hafa ollið. „Framkvæmdastjórnin trúir því að nú sé tilefni til að sýna samstöðu og stöðugleika, ekki klofning og sundurlyndi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.  

Forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, hefur óskað eftir að alþjóðlegum, utanaðkomandi sáttasemjara til að fara yfir þá stöðu sem komin er upp milli spænskra og katalónskra stjórnvalda eftir kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert