„Spánn er betri en leiðtogarnir“

Kona tekur þátt í fjöldafundi sem fór fram í Madrid …
Kona tekur þátt í fjöldafundi sem fór fram í Madrid í dag. Á miðanum stendur „Friður“. Samtökin „Ræðum saman“ stóðu fyrir fundinum þar sem landsmenn eru hvattir til að ræða um framtíð Spánar. AFP

Fjöldafundir fara nú fram á Spáni þar sem hvatt er til samstöðu og hugmyndum Katalóníuhéraðs um sjálfstæði er mótmælt. Umdeildar kosningar fóru fram sl. sunnudag sem urðu kveikjan að fundum dagsins.

Tugþúsundir hafa komið saman í höfuðborginni Madrid þar sem sjálfstæði Katalóníu hefur verið mótmælt. ÍBarcelona, höfuðstað Katalóníu, hefur fjölmenni einnig komið saman og hafa menn hvatt til þess að ólíkar fylkingar ræði saman um framtíð héraðsins og Spánar. 

Mómtmælendur halda á mynd sem sýnir Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, …
Mómtmælendur halda á mynd sem sýnir Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, smella kossi á Carles Puigdemont, forseta Katalóníu. Myndin er væntanlega til marks um að leiðtogarnir finni leið til að friðmælast og ná sáttum. AFP

„Spánn er betri en leiðtogarnir“ og „Ræðum saman“ er á meðal þess sem stendur á skiltum sem fólk heldur á lofti, að því er segir í frétt á vef BBC.

Fyrirtæki hafa að undanförnu lýst því yfir að þau muni flytja sína starfsemi frá Katalóníu vegna þeirrar pólitísku óvissu sem ríkir. 

Caixa, sem stýrir einum af stærstu bönkum Spánar, hefur greint frá því að félagið muni færa höfuðstöðvar sína tilPalmadeMallorca vegna ástandsins. 

Margir héldu á spænska þjóðfánanum.
Margir héldu á spænska þjóðfánanum. AFP

Á þriðjudag hyggst Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, halda ræðu sem beðið er eftir. Margir búast við því að hann muni í ræðu sinni lýsa yfir sjálfstæði. 

Í atkvæðagreiðslunni um síðustu helgi kom í ljós að 90% þeirra sem greiddu atkvæði, sem voru alls 2,3 milljónir, hafi kosið sjálfstæði. Þátttakan í kosningunum var 43%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert