Borgarstjóri Kaupmannahafnar vill banna díselbíla

Umferð í Kaupmannahöfn.
Umferð í Kaupmannahöfn. mbl.is

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, vill banna nýja díselbíla á götum Kaupmannahafnar frá og með 1. janúar 2019 sem hluta af tillögum til að bæta loftgæði í borginni. Politiken greinir frá. 

Borgarstjórinn segir það séu ekki sjálfsögð mannréttindi að menga loft annarra og þar af leiðandi þurfi að takmarka díselbíla á götum borgarinnar. Hann játar að tillagan verði líklega umdeild en telur hana nauðsynlega. Þá telur hann að tillagan verði þýðingarmikil fyrir þá borgarbúa sem mengun hefur áhrif á. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert