Almennur frídagur eftir að HM-sæti var tryggt

Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Panama.
Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Panama. AFP

Forseti Panama lýsti því yfir eftir að karlalandslið Panama tryggði sér sæti á HM sem fer fram í Rússlandi næsta sumar, að dagurinn í dag yrði framvegis frídagur í landinu.

„Við hlustum á fólkið í landinu... morgundagurinn verður almennur frídagur,“ skrifaði Juan Carlos Varela, forseti Panama, á Twitter eftir að Panama sigraði Kostaríka 2:1 og tryggði sér þar með sæti í lokakeppni HM í fyrsta skipti.

Leikmönnum fögnuðu innilega eftir að þeir sigruðu Kostaríka.
Leikmönnum fögnuðu innilega eftir að þeir sigruðu Kostaríka. AFP

Forsetinn sagði að almennir launþegar, hvort sem þeir störfuðu í opinbera- og einkageiranum, gætu tekið sér frí í dag. Öllum tímum í skólum landsins yrði aflýst í dag.

„Þið eigið þetta skilið,“ skrifaði forsetinn við mynd af sér á Twitter þar sem hann sést skrifa undir tilskipun þess efnis að 11. október verði almennur frídagur.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert