Katalónía fær fimm daga frest til að útskýra yfirlýsinguna

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, á blaðamannafundi í morgun.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, á blaðamannafundi í morgun. AFP

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur sakað leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um að skapa rugling og gefið honum fimm daga til að útskýra hvort Katalóníu hafi lýst yfir sjálfstæði eða ekki. Staðfesti Puigdemont að hann hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir mánudag fær hann þriggja daga frest til að draga yfirlýsinguna til baka. BBC greinir frá

Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu var undirrituð í gær en ræða leiðtoga Katalóníu hefur skapað mikinn rugling um það hvort hann hafi í raun lýst yfir sjálfstæði eður ei. 

Frétt mbl.is Vill viðræður um sjálf­stæði Katalón­íu

Frétt mbl.is Sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ingu frestað

Enginn sáttavilji af hálfu forsætisráðherrans

Verði yfirlýsingin ekki dregin til baka hefur forsætisráðherrann hótað því því yfir að hann muni beita 155. gr. stjórnarskrár Spánar og afnema sjálfstjórn Katalóníu. Í sjón­varps­ræðu sinni sagðist Rajoy hafa beðið leiðtoga Katalón­íu um að staðfesta hvort þeir hafi lýst yfir sjálf­stæði eða ekki.

Frétt mbl.is Hót­ar að taka yfir stjórn Katalón­íu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert