Lést er hann fékk stein í höfuð í kirkju

Santa Croce-basilíkan í Flórens. Steinninn studdi við súlu í basilíkunni, …
Santa Croce-basilíkan í Flórens. Steinninn studdi við súlu í basilíkunni, þar sem ekki ómerkari menn en listamaðurinn Michaelangelo, stjörnufræðingurinn Galileo og heimspekingurinn Machiavelli eru grafnir. Steinninn var um 15 sm stór og datt 20 metra niður áður en hann lenti á ferðamanninum. Wikipedia/Diana Ringo

Spænskur ferðamaður lést á Ítalíu þegar steinbrot féll á hann í einni af þekktustu kirkjum Flórens. Maðurinn var 52 ára og segja ítölsk dagblöð hann hafa verið búsettan í Barcelona.

Steinninn studdi við súlu í Santa Croce-basilíkunni, þar sem ekki ómerkari menn en listamaðurinn Michaelangelo, stjörnufræðingurinn Galileo og heimspekingurinn Machiavelli eru grafnir. Steinninn var um 15 sm stór og féll 20 metra niður áður en hann lenti á ferðamanninum.

Lögregla hefur nú lokað basilíkunni fyrir frekari heimsóknum ferðmanna þar til aðstæður hafa verið rannsakaðar betur að því er BBC greinir frá.

Fulltrúi kirkjunnar sagðist vera agndofa og miður sín vegna atburðarins og vottaði fjölskyldu fórnarlambsins sínar innilegust samúðarkveðjur.

Irene Sanesi, formaður kirkjuráðsins, sagði Reuters-fréttastofunni að stöðug viðhaldsvinna hefði verið í gangi við kirkjuna undanfarin ár.

Santa Croce er ein þekktasta kirkja Flórens og vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert