Átta látnir og tugir særðir

Hvíti pallbíllinn sem var notaður við árásina.
Hvíti pallbíllinn sem var notaður við árásina. AFP

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir árásina í Manhattan í New York þegar hvítum pallbíl var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur. Tugir til viðbótar eru særðir. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Bílnum var einnig ekið á skólarútu. Eftir það steig árásarmaðurinn út úr pallbílnum með loftbyssu og litboltabyssu á lofti og var þá skotinn af lögreglunni. Hann var í framhaldinu handtekinn.  

Í ræðu sinni sagði de Blasio að árásarmaðurinn hafi sýnt mikinn heigulshátt með árásinni.  

„Þetta er sársaukafullur dagur fyrir borgina okkar. Mikill harmleikur. Miðað við upplýsingarnar sem við höfum var þetta hryðjuverk og þetta var sérlega mikill heigulsháttur,“ sagði de Blasio.

„Beint gegn saklausu fólki, fólki sem lifir sínu hversdagslífi og hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi. Miðað við upplýsingarnar sem við höfum hafa átta dáið og tugir hafa særst.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter-síðu sinni að árásarmaðurinn sé „fársjúk” og „sturluð manneska”.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert