„Nú er komið nóg!“

Pallbíll árásarmannsins er rannsakaður.
Pallbíll árásarmannsins er rannsakaður. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter að árásarmaðurinn, sem drap átta manns og særði 11 al­var­lega þegar hann ók yfir hjól­reiðafólk og gang­andi veg­far­end­ur á Man­hatt­an í New York í gær, hafi verið „mjög veikur og ruglaður einstaklingur“.

Árás­armaður­inn, Sa­yfullo Saipov, 29 ára, var innflytjandi frá Úsbekistan sem var bú­sett­ur í Flórída. Hann var særður af lögreglu á vettvangi og handtekinn á staðnum.

Sa­yfullo Saipov.
Sa­yfullo Saipov. AFP

„Við megum ekki leyfa Íslamska ríkinu að snúa aftur, eða komast í landið okkar, eftir að við höfum sigrað þá í Mið-Austurlöndum og annars staðar. Nú er komið nóg!“ skrifaði Trump enn fremur á Twitter.

Trump bætti því við að hann vildi að bakgrunnur innflytjenda yrði kannaður frekar, án þess að útskýra mál sitt nánar.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í samtali við CBS-fréttastofuna að miði hefði fundist í bíl árásarmannsins sem tengdi hann við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Greint hefur verið frá því að Saipov hafi kallað Alla­hu ak­b­ar – Guð er mik­ill. 

Fólk fylgdist skelkað með atburðum gærdagsins.
Fólk fylgdist skelkað með atburðum gærdagsins. AFP

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði að atvikið væri heigulsleg hryðjuverkaárás sem beindist að saklausu fólki.

„Við vitum að árásir eru gerðar til að reyna að brjóta okkur niður. Við vitum hins vegar að íbúar New York eru sterkir og andinn í borginni verður aldrei brotinn niður með ofbeldi eða einhverju sem á að ógna okkur,“ sagði de Blasio.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert