Í lífshættu eftir skotárás

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Tvítugur maður er í lífshættu eftir að hafa verið skotinn af einum eða fleiri árásarmönnum í nótt í Tingbjerg-hverfinu í Kaupmannahöfn.

Þetta hefur Politiken eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni í Kaupmannahafnarlögreglunni, Dannie Rise. Hann segir að tilkynning hafi borist um skotárásina klukkan 2.32 í nótt. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá á jörðunni við hlið bifreiðar á vettvangi þegar lögreglu bar að.

Talið er að árásin tengist átökum milli skipulagðra glæpahópa í Kaupmannahöfn sem sá særði tengist slíkri starfsemi. Tæknideild lögreglunnar var enn að stöfum á vettvangi í morgun, samkvæmt frétt Politiken.

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina. Aðeins nokkrir dagar eru síðan þrítugur maður var skotinn til bana á Nørrebro og tveir særðir.

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert