Spacey sakaður um nauðgunartilraun

Maðurinn sagðist hafa verið í leiklistartímum hjá Spacey er hann …
Maðurinn sagðist hafa verið í leiklistartímum hjá Spacey er hann var 12 ára og að tveimur árum síðar hafi þeir tekið upp kynferðislegt samband. Spacey hafi svo reynt að nauðga sér er sambandi þeirra lauk. AFP

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur nú verið sakaður um tilraun til að nauðga manni þegar hið meinta fórnarlamb var 15 ára gamalt.

Maðurinn greindi frá nauðgunartilrauninni á fréttavefnum Vulture. Maðurinn, sem sagði sögu sína gegn því að nafn hans yrði ekki gefið upp, kvaðst hafa verið í leiklistartímum hjá Spacey þegar hann var 12 ára. Tveimur árum síðar hefðu þeir tekið upp kynferðislegt samband sín á milli. Hann hefði síðan bundið enda á sambandið þegar hann var 15 ára og segir Spacey þá hafa reynt að nauðga sér í íbúð sinni.

„Ég myndi kalla hann barnaníðing,“ segir maðurinn í viðtalinu.

Spacey sendi frá sér af­sök­un­ar­beiðni fyrr í vik­unni vegna ásak­ana um að hann hefði áreitt 14 ára leik­ara á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar, en fleiri ásak­an­ir í garð leik­ar­ans hafa síðan fylgt í kjöl­farið.

Áreitti unga karla á tökustað Spilaborgar

Þá hafa átta manns sem unnið hafa með Spacey við gerð þáttanna Spilaborg [e. House of Cards] greint fréttastofu CNN frá því að hann hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni á tökustað og þá sérstaklega í garð ungra karla. Sagði einn þessara átta að Spacey hefði misþyrmt sér kynferðislega.

Netflix hefur hætt framleiðslu þáttanna í kjölfar ásakananna, en áður hafði verið greint frá því að sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta.

Það var leikarinn Anthony Rapp sem opnaði fyrir flóðgáttir ásakana í garð Spacey þegar hann greindi frá því að Spacey hefði áreitt sig fyrir 30 árum, er hann var 14 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert