Trump hvarf af Twitter

AFP

Twitter-síða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, hvarf um tíma af netinu í gærkvöldi en búið er að setja síðuna upp á nýjan leik. Um síðasta verk starfsmanns í þjónustuveri Twitter var að ræða en hann lét af störfum hjá fyrirtækinu í gær.

Starfsmaður Twitter lét það vera sitt síðasta verk hjá fyrirtækinu …
Starfsmaður Twitter lét það vera sitt síðasta verk hjá fyrirtækinu að loka síðu Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Skjáskot af síðu Trump á Twitter

Síða Trumps var óaðgengileg í 11 mínútur og þegar fylgjendur hans, sem eru alls 41,7 milljónir talsins, reyndu að fara inn á hana stóð: Fyrirgefðu en síðan er ekki til. 

Trump hefur ekki tjáð sig um hvarf síðunnar tímabundið á Twitter en fyrsta færsla hans eftir að hún var sett upp á nýjan leik var um skattalækkunaráform Repúblikanaflokksins, segir í frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert