Íslendingur handtekinn í Abu Dhabi

Frá Abu Dhabi.
Frá Abu Dhabi. AFP

Fréttamaðurinn Jón Björgvinsson var handtekinn á fimmtudaginn í furstadæminu Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann var að störfum ásamt frönskum samstarfsmanni að fjalla um aðbúnað erlends vinnuafls í landinu.

Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að Jón og franski fréttamaðurinn Serge Enderlin hafi verið um 50 klukkustundir í haldi lögreglunnar og þurft að þola einangrun, svefnleysi og stanslausar yfirheyrslur. Hann segir í fréttinni að þeir hafi verið fluttir á milli fangelsa í hlekkjum og með bundið fyrir augun í myrkvuðum búrum. Að hans mati líklega til þess að brjóta þá niður andlega. Þeir hafi ýmist hótað honum eða boðið honum gull og græna skóga ef hann væri reiðubúinn að fara til Jemen og gerast njósnari fyrir þá þar.

Jón hefur oft verið handtekinn vegna starfa sinna í þessum heimshluta en aldrei setið á bak við lás og slá jafnlengi. Þrýstingur frá frönskum yfirvöldum hjálpaði í málinu.

Jón Björgvinsson fréttamaður.
Jón Björgvinsson fréttamaður. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert