Var líkt og byggingin dansaði

Björgunarfólk leitar í rústum.
Björgunarfólk leitar í rústum. AFP

Að minnsta kosti 396 eru látnir eftir að jarðskjálfti skók svæðið á landamærum Írans og Írak í gærkvöldi. Talið er að í það minnsta sjö þúsund hafi slasast en fjöldi fólks leitar að ættingjum og vinum í rústum.

Jarðskjálftinn, sem var 7,3 stig, er sá mannskæðasti á þessu ári.

Örvæntingin er mikil og fólk syrgir ástvini.
Örvæntingin er mikil og fólk syrgir ástvini. AFP

Flestir sem létust voru í Kermanshah-héraði í vesturhluta Írans. Björgunarfólk hefur hafið leit að eftirlifendum þar en björgunaraðgerðir gengu illa fyrst um sinn vegna skriðufalla.

Sjúkrahús á svæðunum sem fóru verst út úr jarðskjálftanum eru …
Sjúkrahús á svæðunum sem fóru verst út úr jarðskjálftanum eru yfirfull. AFP

„Ég sat og borðaði kvöldmat með börnunum mínum þegar skyndilega var eins og byggingin dansaði,“ sagði Majida Ameer við Reuters en hún býr í Baghdad í Írak.

„Fyrst hélt ég að þetta væri stór sprengja. Síðan heyrði ég fólk í kringum mig öskra: „Jarðskjálfti!“,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert