Kjötbollutínsla í alla nótt

Kjötbollur þykja ómissandi á jólahlaðborð Svía.
Kjötbollur þykja ómissandi á jólahlaðborð Svía. AFP
<p data-reactid="71"><span data-reactid="72">Flutningabíll hlaðinn kjötbollum fór út af veginum milli Skara og Götene í Mið-Svíþjóð í gær. Um 18-20 tonn af kjötbollum voru í farmi bifreiðarinnar og tók það alla nóttina að hreinsa upp svæðið í kring.</span></p><p data-reactid="71"><span data-reactid="72">Óhappið er rakið til hálku en bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að tengivagninn valt en sjálf bifreiðin valt ekki.</span></p><p data-reactid="71"><span data-reactid="72">Að sögn Tommy Emriksson, varðstjóra í lögreglunni í Skaraborg, segir að farmurinn hafi verið þyngri en bifreiðin sjálf og því hafi farið sem fór. </span></p><p data-reactid="71"><span data-reactid="72">Bílstjórinn var á leiðinni að sækja kartöflur sem áttu að fylgja kjötbollunum á jólahlaðborðum víða í Svíþjóð.</span></p><p data-reactid="71"><strong><a href="https://www.svt.se/nyheter/lokalt/vast/lastbilslap-med-20-ton-kottbullar-valte-i-skaraborg" target="_blank"><span data-reactid="72">Frétt sænska ríkisútvarpsins</span></a></strong></p><p data-reactid="71"> </p>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert