Þrír taldir af eftir flugslys

Slysið er talið hafa átt sér stað rétt við Waddesdonsetrið …
Slysið er talið hafa átt sér stað rétt við Waddesdonsetrið sem er í eigu Rothchild-fjölskyldunnar. Af Wikipedia

Viðbragðsaðilar hafa staðfest að fólk hafi farist í flugslysi sem varð í Buckinghamskíri á Englandi um hádegisbil í dag. Í frétt Telegraph segir að þrír hafi farist. Enn er leitað lífs á svæðinu. Tvær vélar, líklega lítil flugvél og þyrla, lentu í árekstri á flugi og hröpuðu í skóglendi í nágrenni Waddesdon-setursins. 

Sjúkraþyrla var m.a. send á vettvang eftir að tilkynning um slysið barst um kl. 12.09 að staðartíma. Einnig voru sérhæfðir leitarhópar kvaddir á svæðið sem er erfitt yfirferðar. 

Vélarnar tengjast æfingasvæði sem er í nágrenninu, að því er fram kemur í frétt Sky. Svæðið nota ýmsir aðilar til æfinga í flugi á margvíslegum loftförum, s.s. flugvélum, þyrlum og svifdrekum. 

Waddesdon-setrið er í eigu Rothchild-fjölskyldunnar. Starfsfólk setursins segir að slysið hafi orðið utan landareignarinnar og að allir þeir sem dvöldu á setrinu séu óhultir.

Frétt BBC um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert