Charles Manson er látinn

Charles Manson.
Charles Manson. AFP

Banda­ríski fjölda­morðing­inn Char­les Man­son er látinn 83 ára að aldri. Hann hefur eytt nánast öllum fullorðinsárum sínum í fangelsi en hann var dæmd­ur til dauða fyr­ir morðið á leik­kon­unni Sharon Tate, eig­in­konu kvik­mynda­leik­stjór­ans Rom­an Polañski, auk fleiri morða árið 1969. Dómn­um var síðar breytt í lífstíðarfang­elsi.

Samkvæmt frétt New York Times lést Manson á sjúkrahúsi í  Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Dánarorsökin er af eðlilegum orsökum, segir í tilkynningu frá fangelsismálayfirvöldum í Kaliforníu.

Man­son leit á það sem sitt hlut­verk að stuðla að stríði milli kynþátta og að Bítl­arn­ir, sem hann hafði dá­læti á, hefðu varað við yf­ir­vof­andi hel­för í tónlist sinni. Gaf hann hel­för þess­ari nafnið Helter Skelter, eft­ir lagi Bítl­anna. Greip Man­son til þess ráðs að láta fylgj­end­ur sína slátra auðugu fólki á heim­il­um þess og láta grun falla á her­skáa hópa blökku­manna, svo sem Svörtu par­dus­ana, til að kynda und­ir stríði milli kynþátta. Spá hans var sú að svart­ir myndu fara með sig­ur af hólmi í þeirri styrj­öld en þar sem þeir hefðu ekki burði til að stjórna sjálf­ir myndu þeir gera hann að leiðtoga þjóðar­inn­ar. Á end­an­um stæðu eng­ir uppi nema „hinir út­völdu“, þ.e. Man­son-fjöl­skyld­an.

Man­son var dæmd­ur ásamt fjór­um öðrum úr Man­son-fjöl­skyld­unni fyr­ir morðið á Tate, sem var kom­in á ní­unda mánuð meðgöngu þegar henni var slátrað ásamt sex öðrum. Man­son var ekki viðstadd­ur morðin sjálf­ur en fyr­ir­skipaði þau og stýrði und­ir­sát­um sín­um við verknaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert