Játar að hafa áreitt fimleikastelpur

Larry Nassar.
Larry Nassar. AFP

Fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar, hefur játað sök í sjö ákæruliðum en hann áreitti konur og stelpur í landsliðinu.

Hann var ákærður fyrir að áreita sjö stelpur á meðan hann starfaði hjá fimleikasambandinu og háskólanum í Michigan. Nassar, sem er 54 ára gamall, gæti verið dæmdur til 25 ára fangelsisvistar.

Banda­ríska fim­leika­stjarn­an og Ólymp­íug­ull­haf­inn, McKayla Mar­oyne, tjáði sig á Twitter í síðasta mánuði um áreitið af hálfu Nassar. 

„Nass­ar sagði mér að ég væri að fá nauðsyn­lega lækn­is­meðferð sem hann hefði fram­kvæmt á sjúk­ling­um sín­um í yfir 30 ár. Þetta byrjaði þegar ég var 13 ára, í fyrstu æf­inga­búðunum sem ég fór í með landsliðinu, og hélt áfram þangað til ég hætti að keppa. Þessi maður virt­ist nýta hvert tæki­færi sem hann gat til að „meðhöndla“ mig,“ sagði Mar­oney meðal ann­ars í færslu sinni.

Nassar er sakaður um að hafa áreitt meira en 140 konur á meðan hann starfaði hjá landsliðnu en þær ætla í mál við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert