Hinsta ósk dauðvona konu rættist

Farið var með konuna á ströndina.
Farið var með konuna á ströndina. Ljósmynd/Facebook

Kona með banvænan sjúkdóm fékk hinstu ósk sína uppfyllta en hún óskaði þess að fá að fara á ströndina. Bráðaliðar í Queensland í Ástralíu fóru með konuna þangað.

Á Facebook-síðu sjúkraflutningamanna í Queensland má sjá konuna í sjúkrarúminu á ströndinni en við hlið hennar stendur bráðaliði.

Helen Donaldson, starfsmaður á spítala í Queensland, segir að þau hafi fengið verkefni þar sem flytja átti sjúkling, konuna, á líknardeild. Þegar þangað var komið greindi konan frá því að hún vildi bara komast á ströndina.

„Við ákváðum að verða við því og fórum með sjúklinginn á ströndina. Það féllu tár þegar þangað var komið og sjúklingurinn varð afskaplega hamingjusamur,“ skrifaði Helen Donaldson á Facebook.

„Stundum skipta lyfin eða þjálfunin ekki mestu máli. Stundum getur samkenndin breytt öllu,“ bætti hún við.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert