Pútín sækist eftir endurkjöri

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í næstu forsetakosningum sem fram fara í mars á næsta ári. Nái hann kjöri mun hann geta gegnt embættinu til ársins 2024 segir í frétt BBC.

Forsetinn tilkynnti um áform sín í bifreiðaverksmiðju í borginni Nizhny Novgorod. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000, annað hvort sem forsætisráðherra eða forseti.

Blaðamaðurinn Ksenia Sobchak hefur þegar lýst yfir framboði sínu en leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, getur ekki boðið sig fram eftir að hafa verið sakfelldur fyrir fjárdrátt. Skoðanakannanir benda til þess að Pútin vinni auðveldan sigur.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert