Time hampar þeim sem rufu þögnina

Þeir sem rufu þögnina deila með sér titlinum maður ársins …
Þeir sem rufu þögnina deila með sér titlinum maður ársins hjá Time. Skjáskot/Time

Bandaríska tímaritið Time tilkynnti í dag um val sitt á manni ársins.  Að þessu sinni eru það allir þeir sem rofið hafa þögnina varðandi kynferðislega áreitni og misnotkun innan hinna ýmsu starfsstétta sem deila með sér titlinum.

Þeir sem rufu þögnina eða  Silence Breakers eins og Time nefnir þá er sá mikli fjöldi einstaklinga sem stigið hefur fram og deilt reynslu sinni af áreitni og misnotkun sem þeir hafa sætt í starfi sínu. Kröftugri bylgju fordæmingar kynferðislegs áreitni og frásagnir af því af því hvernig það hefur fengið að viðgangast í hinum ýmsu starfsstéttum var hrundið af stað víða um heim nú í haust. En frumhvatan sem m.a. hefur leitt til #MeToo bylgunnar á samfélagsmiðlum má rekja til þess er greint var frá því að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefði gróflega misnotað aðstöðu sína áratugum saman án þess að frá því væri greint. Fleiri sögur af valdamiklum mönnum í Hollywood fylgdu fljótt í kjölfarið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti var í öðru sæti á lista Time yfir menn ársins 2017, en Trump hampaði titlinum í fyrra og í því þriðja sæti var Xi Jinping forseti Kína.

Forsíða nýjasta tölublaðs Time.
Forsíða nýjasta tölublaðs Time. Skjáskot/Time
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert