Heimurinn fordæmir Trump

Bandamenn Bandaríkjanna eru framarlega í flokki þeirra sem fordæma ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er hins vegar ánægður og segir nafn Trumps komið á spjöld sögu borgarinnar.

„Trump forseti hefur bundist sögu höfuðborgar okkar órjúfanlegum böndum,“ sagði  Netanyahu í morgun. 

Pólitískur leiðtogi Hamas á Gaza, Ismail Haniya, hvetur Palestínumenn til uppreisnar (intifada) í dag vegna ákvörðunar forseta Bandaríkjanna. „Við getum ekki mætt þessari stefnu zíonista, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna, á annan hátt en með nýrri uppreisn,“ sagði Haniya í ræðu í morgun. Hamas er við stjórn á Gaza-ströndinni, 

Sádi-Arabía segir ákvörðun Trumps óréttlætanlega og óábyrga og Frakkar og Bretar segja að þeir styðji ekki ákvörðun Trumps. 

Forseti Palesínu, Mahmoud Abbas, fordæmdir ákvörðun Trumps og segir hana hörmulega. Fastlega er gert ráð fyrir að Palestínumenn á Vesturbakkanum og á Gaza-ströndinni muni ekki mæta til vinnu í dag og þess í stað taka þátt í mótmælum.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðann mun á morgun ræða málefni Jerúsalem á sérstökum fundi á morgun.

Umfjöllun Magnúsar Þorkels Bernharðssonar um samskipti Ísraels og Palestínu á Vísindavef HÍ.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert