Grunaður íslamisti handtekinn í París

Wikipedia

Franska lögreglan handtók í dag karlmann í París, höfuðborg Frakklands, í tengslum við morð árið 2015 á hjónum sem bæði störfuðu sem lögreglumenn. Maðurinn, sem er 24 ára gamall, er talinn tengjast íslamistanum Larossi Aballa sem framdi morðin. Aballa lýsti yfir ábyrgð á morðunum í myndbandsupptöku sem sýnd var af vettvangi morðsins. Hann var síðan skotinn til bana af lögreglunni í kjölfarið eftir skotbardaga.

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn sem handtekinn var í dag hafi verið tengdur við málið með rannsókn á lífsýnum. Fundust lífsýni úr honum á heimili hjónanna í bænum Magnanville, 60 kílómetra fyrir utan París. Maðurinn var ekki á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn en lögreglan hafði vitneskju um að hann hefði ánetjast öfgaskoðunum. Bróðir mannsins hafði áður verið ákærður fyrir að aðstoða Aballa.

Aballa stakk lögregluforingjann Jean-Baptiste Salvaing til bana fyrir utan heimil hans og skar síðan konu hans, Jessica Schneider, á háls fyrir framan þriggja ára gamlan son þeirra. Maðurinn sem handtekinn var í dag sætti þegar rannsókn vegna misheppnaðs hryðjuverks sem hópur kvenna ætlaði að hrinda í framkvæmd í september 2016. Til stóð að kveikja í bifreið sem innihélt gaskúta fyrir utan Notre Dame-dómkirkjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert