Flestir ánægðir með Stjörnustríð

Adam Driver, Kylo Ren, á rauða dreglinum í London í …
Adam Driver, Kylo Ren, á rauða dreglinum í London í gærkvöldi. AFP

„Fjörleg.“ „Spennandi.“ „Djörf.“ Þetta eru nokkur af þeim lýsingarorðum sem erlendir kvikmyndagagnrýnendur hafa notað til að lýsa nýjustu Star Wars myndinni; The Last Jedi. 

Sérstök Nexus-forsýning myndarinnar var hér á landi í gærkvöldi og þá verður önnur forsýning í kvöld. Almennar sýningar hefjast annað kvöld. The Last Jedi er átt­unda mynd­in í Star Wars kvik­myndaröðinni og fram­hald mynd­ar­inn­ar The Force Awakens.

Kelly Marie Tran í London.
Kelly Marie Tran í London. AFP

Gagnrýnandi Telegraph segir að myndin sé frábær skemmtun og gefur henni fimm stjörnur. Aðdáendur verði ekki sviknir og þeir yfirgefi bíósalinn undrandi og kátir.

Skoðun gagnrýnanda Guardian er svipuð en hann segir meðal annars að mikla orku og tilfinningar sé að finna í myndinni. Myndin fær fjórar stjörnur hjá Guardian. 

Það var stuð og stemning í London í gærkvöldi.
Það var stuð og stemning í London í gærkvöldi. AFP

Gagnrýnandi Variety er ekki jafnhrifinn en hann segir að myndin sé „ómikilvægasti og lengsti kaflinn í sögunni.“ Leikaranum Adam Driver er hrósað í USA Today en hann leikur „pabbastrákinn“ Kylo Ren. Frammistaða Driver er borin saman við eftirminnilegan leik Heath Ledger sem Jókerinn í Batman.

Frumsýning myndarinnar í Los Angeles um helgina var tileinkuð leikkonunni Carrie Fisher sem fer með hlut­verk Leia í mynd­inni, en hún lést í des­em­ber í fyrra, 60 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert