Spáir sigri í Sýrlandi fyrir febrúarlok

AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakkalands, spáir því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við ríki Íslams verði hrakin frá Sýrlandi fyrir febrúarlok á næsta ári. Búið sé að brjóta samtökin á bak aftur í Írak og nú sé bara Sýrland eftir. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Við höfum unnið stríðið í Írak með samvinnu,“ sagði forsetinn í viðtali á sjónvarpsstöðinni France 2. „Ég held að um miðjan febrúar verðum við búin að vinna stríðið í Sýrlandi líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert