Fordæmir niðurstöðu SÞ

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fordæmt niðurstöðuna í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels.

„Við höfnum ákvörðun Sameinuðu þjóðanna en við erum ánægð með þann fjölda landa sem greiddi ekki atkvæði með ákvörðuninni,“ sagði Netanyahu.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. AFP

Abbas ánægður

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, fagnaði aftur á móti ákvörðun Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu sinni. „Þessi ákvörðun staðfestir enn og aftur að hinn réttmæti málstaður Palestínu nýtur stuðnings alþjóðlegra laga og að engin ákvörðun nokkurs aðila getur breytt þeim veruleika,“ sagði hann.

„Við munum halda áfram að berjast fyrir því hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar að binda enda á landtökuna [hjá Ísraelum] og að búa til palestínskt ríki með höfuðborg sinni í austurhluta Jerúsalem.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert