Keyrði á skemmtistað sem honum var hent út af

21 árs karlmaður ók bíl sínum á skemmtistað í Gravesend …
21 árs karlmaður ók bíl sínum á skemmtistað í Gravesend á Englandi í nótt. Fyrr um kvöldið hafði honum verið vísað út af staðnum. Ljósmynd/Twitter

Að minnsta kosti 13 slösuðust þegar maður ók bíl sínum inn á skemmtistað í bænum Gravesend í Kent á Norðvestur-Englandi í gærkvöldi. 

13 slösuðust þegar jeppanum var ekið inn á skemmtistaðinn.
13 slösuðust þegar jeppanum var ekið inn á skemmtistaðinn. Ljósmynd/Twitter

Í frétt BBC kemur fram að talið er að ökumanninum hafi verið vísað út af skemmtistaðnum Blake´s eftir að hafa átt í deilum við aðra gesti staðarins. Hann greip þá til þess ráðs að keyra inn á skemmtistaðinn á biðreið sinni, Suzuki Vitara-jeppa.

Mikil skelfing greip um sig á meðal gesta staðarins að sögn vitna. Af þeim 13 sem slösuðust voru sjö fluttir á sjúkrahús, fjórir með minni háttar meiðsli en þrír með alvarlega en ekki lífshættulega áverka.

Maðurinn, sem er 21 árs, hefur verið handtekinn fyrir tilraun til morðs. Honum varð ekki meint af ákeyrslunni en fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi áður en hann var fluttur í gæsluvarðhald.

Rannsóknarlögreglumaðurinn David Chewter segir það kraftaverki líkast að enginn hafi látið lífið. „Þetta var ógnvekjandi lífsreynsla fyrir alla sem þarna voru staddir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert