Fljótlegra er fyrir íbúa Skotlands og Englands að fá kókaín sent heim til sín en pizzu samkvæmt niðurstöðum stórrar rannsóknar á fíkniefnaneyslu í Bretlandi.
Fram kemur í frétt Daily Telegraph að rúmlega þriðjungur um þúsund fíkniefnaneytenda sem rætt var við í rannsókninni geti fengið kókaín sent heim að dyrum á innan við hálftíma. Þetta er sama hlutfall og á heimsvísu samkvæmt rannsókninni 2018 Global Drug Survey.
Hins vegar sögðust 12% aðspurðra íbúa Englands og 20% Skotlands að þeir gætu fengið pizzu senda heim innan sama tíma. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að fíkniefnasalar ættu ekki aðeins í samkeppni þegar kæmi að gæðum fíkniefna heldur einnig því hversu hratt þeir gætu útvegað þau.
Ennfremur segir að með vaxandi notkun eftirlitsmyndavéla hafi fíkniefnasala færst frá sölu á götum úti. Þess í stað færist í vöxt að fólk panti fíkniefni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum og fái þau send heim.