Fordæmalaus staða í Svíþjóð

Löfven (t.v.) gekk á fund Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, …
Löfven (t.v.) gekk á fund Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, í morgun til að skila inn stjórnarmyndunarumboðinu. AFP

Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og formaður Sósí­al­demó­krata, hef­ur skilað inn stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði sínu til for­seta sænska þings­ins. Löf­ven hef­ur síðustu tvær vik­ur reynt að mynda rík­is­stjórn en ekki haft er­indi sem erfiði frek­ar en Ulf Kristers­son, formaður hægri­flokks­ins Modera­terna, sem fyrst­ur fékk umboðið. Sé umboðinu skilað inn fjór­um sinn­um ber for­seta þings­ins að boða til nýrra kosn­inga.

For­dæma­laus staða er nú kom­in upp í sænsk­um stjórn­mál­um sem í gegn­um tíðina hafa ein­kennst af fyr­ir­sjá­an­leika. Aldrei áður hef­ur það gerst að stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð sé veitt flokks­leiðtoga sem ekki nær að mynda rík­is­stjórn, hvað þá í tvígang.

Vand­ræði gömlu flokk­anna skrif­ast á upp­gang þjóðern­is­flokks­ins Svíþjóðardemó­krata, sem bætti við sig fylgi í kosn­ing­un­um í byrj­un sept­em­ber og fékk rúm 17% at­kvæða og 62 þing­sæti af 349. Flokk­ur­inn til­heyr­ir hvorki hægri- né vinstri­blokk­inni, en þær hlutu hvor um sig um 40% þing­sæta.

Miðflokk­ur­inn næst­ur í röðinni?

Andreas Nor­lén, for­seti sænska þings­ins, fund­ar í dag með leiðtog­um flokk­anna sem eiga sæti á þingi en hann hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar klukk­an hálf­fjög­ur að ís­lensk­um tíma. Stjórn­mála­skýr­andi sænska rík­is­út­varps­ins velt­ir því upp hvort Nor­lén veiti þá Annie Lööf, for­manni Miðflokks­ins, umboðið. 

Miðflokk­ur­inn til­heyrði fyr­ir kosn­ing­ar banda­lagi hægri­flokka, en Lööf nýt­ur þó mik­illa vin­sælda  meðal út fyr­ir hægri­blokk­ina, einkum fyr­ir ein­arða af­stöðu sína gegn mál­flutn­ingi Svíþjóðardemó­krata. Flokk­ur­inn bætti við sig fylgi í kosn­ing­un­um, en hlaut þó aðeins tæp níu pró­sent at­kvæða. Lööf er að margra mati raun­hæf­asti kost­ur­inn til að leiða rík­is­stjórn þvert á blokk­irn­ar tvær, sem hafa ein­kennt sænsk stjórn­mál í ára­tugi. Yrði hún þá fyrsta kon­an til að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert