Epstein vildi auka kyn sitt

Jeffrey Epstein á yfir höfði sér allt að 45 ára …
Jeffrey Epstein á yfir höfði sér allt að 45 ára dóm fyrir mansal og ítrekaðar nauðganir á konum og stúlkum allt niður í 14 ára gamlar. AFP

Jeffrey Epstein, fjárfestirinn sem sakaður er um skipulagt mansal í vændisskyni, hafði undarlegan draum: hann vonaðist til að setja mark sitt á mannkyn með því að koma erfðamengi sínu sem víðast. Í því skyni vildi hann barna sem flestar konur á búgarði sínum í Nýju -Mexíkó í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint í NY Times.

Epstein ráðfærði sig um árabil við vísindamenn og aðra til að leggja drög að þessari áætlun, en engar sannanir eru um að áformin hafi nokkurn tímann orðið að veruleika.

Hann hefur setið í fangaklefa í um mánuð, og bíður þess að réttað verði yfir honum, en hann er ákærður fyrir mansal og að hafa nauðgað konum, og stúlkum undir lögaldri. Í síðustu viku fannst Epstein meðvitundarlaus í fangaklefa en grunur leikur á um að hann hafi reynt að taka eigið líf. Áttu brotin sér flest stað í glæsihýsum hans á Manhattan og í Flórída árin 2002 til 2005. 

Epstein greiddi stúlkum stundum nokkur hundruð dali fyrir kynmök, en fram kemur í ákærunni að yngstu fórnarlömb hans hafi verið allt niður í 14 ára gömul, og hafi honum verið það fullljóst. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 45 ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka