Arnar Þór Ingólfsson
Sexmenningarnir sem kærðir hafa verið fyrir spillingu og peningaþvætti í tengslum við Samherjaskjölin verða í varðhaldi til 20. febrúar á meðan rannsókn málsins fer fram.
Í dag átti dómstóll í höfuðborginni Windhoek að taka fyrir kröfu sexmenninganna um að verða leystir úr haldi gegn tryggingu, en lögmenn þeirra féllu frá kröfunni, án útskýringa, og verða mennirnir því í varðhaldi til 20. febrúar. Namibískir fréttamiðlar greinar frá þessu.
Tugir mótmælenda komu saman fyrir utan dómhúsið í Windhoek um hádegisbil og kröfðust þess að sexmenningarnir, sem grunaðir eru um peningaþvætti, mútur og fleira í tengslum við Samherjaskjölin, yrðu ekki látnir lausir gegn tryggingu. Mótmælendunum hefur þannig orðið að ósk sinni.
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian fjallar um kærurnar á hendur sexmenningunum í dag, en Bernhard Esau og Sacky Shanghala, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn landsins eru á meðal þeirra grunuðu. Hinir eru „hákarlarnir“ og frændurnir James og Tawson „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricardo Gustavo og Pius Mwatelulo.
Namibísk stjórnvöld hafa þá fyrstu fimmnefndu meðal annars grunaða um að hafa þegið að minnsta kosti 103 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 860 milljóna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Samherja kvóta í landinu á undanförnum árum.
BREAKING | The ‘Fishrot Six’ will remain in police custody until at least 20 February 2020 to allow for further investigations. Both defence and State elected not to proceed with the bail hearing. pic.twitter.com/bw1Z8RExOu
— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) December 2, 2019
JUST IN: State prosecutors in the #Fishrot files saga and defence lawyers, Tinashe Chibwana and Gilroy Kaapee, have indicated that the formal bail application will not proceed and that the six accused men will remain in custody until 20 February 2020. pic.twitter.com/UkNqV1eQ7X
— Informanté (@InformanteNews) December 2, 2019