Kirkjugestir í bandaríska ríkinu Texas skutu byssumann til bana sem hafði ráðist inn í kirkju, skotið eitt sóknarbarn til bana og sært annað.
Atvikið átti sér stað í White Settlement, úthverfi borgarinnar Fort Worth, í morgun og nefnist kirkjan West Freeway Church of Christ.
„Nokkrir meðlimir kirkjunnar skutu til baka á hinn grunaða sem lést á staðnum,“ sagði lögreglustjórinn J.P. Bevering.
Hann hrósaði „hetjulegum viðbröðum kirkjugestanna“.
Texas church shooting: Two dead and third rushed to hospital after horrific attack on communion which was captured on livestream https://t.co/OMLXXFRobT pic.twitter.com/uAq7NYq7nZ
— SimpleNews.co.uk (@Simplenewsuk) December 29, 2019
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvaða ástæða lá að baki árásinni.
„Bænastaðir eiga að vera heilagir og ég er þakklátur þeim meðlimum kirkjunnar sem brugðust skjótt við, skutu árásarmanninn og komu í veg fyrir að fleiri voru drepnir,“ sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, í yfirlýsingu.
Byssur eru notaðar í um 36 þúsund dauðsföllum á ári í Bandaríkjunum. Fjöldaskotárásum hefur fjölgað mjög í landinu undanfarin ár.
Árið 2017 skaut árásarmaður 26 til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas. Um ári síðar voru 11 skotnir til bana í mosku í Pittsburgh.